
DAGLEGAR RÆSTINGAR
Glöggt er gests augað, vel ræst húsnæði og hreinn vinnustaður styður góða ímynd fyrirtækja og stofnana auk þess sem það bætir vellíðan þeirra sem þar starfa. Hreint og vel ræst fyrirtæki eða stofnun skapar traust hjá viðskiptavinum þess. Með öflugu gæðaeftirliti, vel þjálfuðu og upplýstu starfsfólki, ásamt umhverfisvænum lausnum, er það sem gerir okkur kleift að aðstoða fyrirtæki og stofnanir að ná markmiðum sínum.
Við hjá Hreinum línum leggjum mikla áherslu á gott samstarf við viðskiptavini okkar og ekkert verkefni er starfsfólki okkar ofviða. Starfsfólk okkar fær kennslu og þjálfun í notkun áhalda og tækja, meðferð og notkun efna og aðferða við ræstingar og þrif. Hreinar línur leggur einnig mikla áherslu að að starfsfólk okkar sé ánægt, því ánægt starfsfólk skilar sér í góðum vinnubrögðum og þar með ánægðari viðskiptavinum.
Við bjóðum upp á dagleg þrif fyrir:
• Skrifstofur
• Verslanir
• Skóla og leikskóla
• Elli- og hjúkrunarheimili
• Veitingahús og stóreldhús
• Stofnunum
• Sameignum
• Fjármálastofnunum
• Iðnaðar og lagerhúsnæði
• Íþróttahús og sundlaugar
HÚSGAGNAHREINSUN
Tökum að okkur hreinsun á húsgögnum svo sem sófasettum, stólum, borðstofustólum, eldhússtólum, skrifborðsstólum og nánast öllum klæddum og/eða bólstruðum húsgögnum. Gegn hæfilegu gjaldi getum við stótt húsgögnin fyrir viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu og á vöruflutningamiðstöðvarnar fyrir viðskiptavini utan höfuðborgarsvæðisins.
GLUGGATJALDAHREINSUN
Við bjóðum upp á þrif á gluggatjöldum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Við þrifin eru notuð Ultra Sonic tæki sem eru sérhönnuð til þrifa á flestum tegundum gluggatjalda
TEPPAHREINSUN
Hreinar línur bjóða upp á teppahreinsun og mottuhreinsun. eru fyrsta fyrirtækið íslenska ræstingamarkaðinum að bjóða upp á þrif með Kaivac NTCS sem er sérstaklega hannað til þrifa, djúphreinsunar og sótthreinsunar á salernum, eldhúsum, búningsherbergjum og í raun öllum þeim svæðum sem eru til þess hannaðir að þola þrif með vatni.
Við bjóðum upp á teppa og mottuhreinsun
• Stigahús
• Sameignir
• Húsfélög
• Heimili
• Fyrirtæki
KAIVAC ÞRIF
Hreinar línur eru fyrsta fyrirtækið á íslenska ræstingamarkaðinum sem býður upp á þrif Kaivac NTCS sem er sérstaklega hönnuð til þrifa og djúphreinsunar á salernum, stóreldhúsum, búningsherbergjum íþróttahúsa og sundlauga og í raun öllum þeim svæðum sem eru til þess hönnuð að þola þrif með vatni.
Við bjóðum upp á þrif og djúphreinsun fyrir:
• Stóreldhús
• Salerni
• Búningsklefa
• Veitingahús
• Skyndibitastaði
ATVINNA / JOBS / PRACA
Við erum að leita að starfsfólki til að vinna við ræstingar. Við leitum að starfsfólki í dagvinnu, kvöldvinnu, helgarvinnu, afleysingar eða íhlaupavinnu.
We are looking for people to work in cleaning. We are looking for people to work at dayshift, nightswift, weekends, replacements or accosionally.